fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Áfram í síbrotagæslu vegna árása og hótana – „Ég vil að þú verðir viðstaddur þegar ég drep börnin þín.“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 21:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti fyrir helgi öðru sinni gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ráðist á lögmann sinn og hótað, hótað barnsmóður sinni og að hafa ráðist á einn til. Verður maðurinn í gæsluvarðhaldi til 15. september.

Þann 20. júlí hafi lögreglu borist tilkynning vegna hótana sem lögmönnum mannsins hafði borist frá manninum. Var maðurinn þá handtekinn og fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Á leið á lögreglustöð hafi sá grunaði sagt við lögreglumenn að lögmennirnir sínir væru réttdræpir og að hann ætlaði að finna þá og drepa. Annar lögmaðurinn hafði fengið sms skilaboð frá manninum: „Ég ætla að drepa þig í kvöld,“ „Ég er á leiðinni heim til þín,“ og „Ég vil að þú verðir viðstaddur þegar ég drep börnin þín.“

Auk hótananna er maðurinn grunaður um að hafa í júní ruðst inn á lögmannsstofu, tekið lögmann þar hálstaki og hótað starfsfólki lífláti. Í maí er maðurinn sagður hafa slegið brotaþola í andlitið með hátalara þannig að hann hlaut áverka á andlit, eymsli í tönnum og tognun í hálsi. Seint á síðasta ári er maðurinn jafnframt grunaður um alvarlegar hótanir gegn barnsmóður sinni og að hafa um leið rofið nálgunarbann.

Ef litið er til brotaferils kærða á síðustu vikum og mánuðum er það mat héraðssaksóknara að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi sinni. Hann hafi jafnframt hlotið 10 mánaða fangelsisdóm fyrir brot gegn valdstjórninni og hótanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist