fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Skrifaði 100 bréf til að finna konuna sem „gaf honum óvart rangt símanúmer“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 09:42

Serban leitar að konunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serban Raia hefur skrifað yfir hundrað bréf í von um að finna konu sem gaf honum rangt símanúmer.

Hann kynntist konunni í almenningsgarði og þekkir hana sem „Amy“. Hann er viss um að hún hafi óvart gefið honum rangt símanúmer og hefur eytt rúmlega tíu klukkustundum í að skrifa bréf til hennar. Hann dreifði síðan bréfunum um götuna þar sem hún sagðist eiga heima.

Serban segir í samtali við The Tab að hann hafi ákveðið að skrifa ástarbréfin þar sem hann fann strax sterka tengingu við Amy. Hann kynntist henni í Radford Park í Nottingham. Hann segir að þeim hafi komið vel saman og hún hafi samþykkt að fara á stefnumót með honum og gefið honum símanúmerið sitt. En þegar Serban kom heim þá áttaði hann sig á því að símanúmerið virkaði ekki.

Hann segist þó vera handviss um að um mistök sé að ræða þar sem tenging þeirra var svo sterk. „Ég vil ekki gera ráð fyrir að hún vildi ekki tala við mig,“ segir hann.

Bréfið.

Serban skrifaði yfir hundrað bréf og bar þau í hvert hús í götunni þar sem Amy sagðist eiga heima.

„Þú varst svo glæsileg, einlæg og kynþokkafull. Mér fannst frábært að tala við þig,“ skrifaði Serban til konunnar og kvaðst ekki ætla að gefast upp.

Serban skrifaði símanúmerið sitt í hvert bréf og hefur í kjölfarið fengið fjölda skilaboða frá fólki sem fékk bréfið.

„Gangi þér vel að finna Amy, þú ert hugrakkur,“ skrifaði einn til hans.

„Serban. Ertu búinn að finna Amy? Ég bíð spenntur,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Gímaldin gefur út nótnahefti og helmingur rennur til verkefna á Gaza

Gímaldin gefur út nótnahefti og helmingur rennur til verkefna á Gaza
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.