fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Stofna grænlenskan her

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 07:15

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef allt gengur að óskum verður búið að koma grænlenskri herdeild á laggirnar á næsta ári. Í henni eiga að vera 120 sjálfboðaliðar. Herdeildin á að styðja við starfsemi heimskautadeildar danska hersins þegar þörf krefur.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Fram kemur að byrjað verði að taka við skráningum í upphafi næsta árs. Enn er unnið að gerð áætlunar um herdeildina, starf hennar og fjölda en reiknað er með að um 120 manns verði í henni að sögn John Boye Rasmussen, næstráðanda heimskautadeildar danska hersins. Meðlimirnir eiga að kunna grænlensku og búa yfir góðri staðarþekkingu.

Danska ríkisstjórnin sagði 2016 að Grænland ætti að vera með sitt eigið heimavarnarlið sem lyti stjórn heimskautadeildar danska hersins. Fyrirmyndin var sótt í svipaða herdeild Kanadamanna.

Heimsskautadeild danska hersins ber ábyrgð á vörnum Grænlands og Færeyja auk þess að annast eftirlit á hafsvæðunum í kringum löndin og stýra leitar- og björgunarstörfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga