fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Ekki verður hægt að stöðva bráðnun Grænlandsjökuls

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 14:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Ohio State University benda til að bráðnun Grænlandsjökuls hafi náð því stigi að ekki sé lengur hægt að stöðva hana og því verði ekki aftur snúið.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá Grænlandsjökli renni rúmlega 280 milljarðar rúmmetra af bráðnandi ís út í sjóinn árlega. Jökullinn á stærstan hlut í að sjávarborð fer hækkandi að sögn Michalea King, sem vann að rannsókninni.

Bráðnunin hefur verið svo mikil á síðustu árum að það hefur valdið mælanlegum breytingum á þyngdarsviðinu yfir Grænlandi.

Ian Howat, sem einnig vann að rannsókninni, sagði að jökullinn sé nú í þeirri stöðu að þótt við gætum snúið aftur til loftslags eins og var fyrir 20 til 30 árum þá myndi jökullinn fljótlega fara að tapa massa.

Bráðnun Grænlandsjökuls veldur því að yfirborð sjávar hækkar um rúmlega einn millimetra á ári og líklegt má telja að sú tala hækki. Hækkun sjávarborðs kemur sér illa fyrir mörg ríki sem standa lágt yfir sjávarborði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“