fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
FréttirMatur

Stóra beyglumálið – Myllan sendir frá sér yfirlýsingu

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 23:40

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hafa líflegar umræður um beyglur frá Myllunni myndast á Facebook-hópnum Matartips. Þannig er mál með vexti að fólki finnst gríðarlega erfitt að skera umræddar beyglur, sem virðist hafa valdið slysum. Í færslunni sem hóf beyglu-samtalið segir netverji að á hverju ári fari 120 manns á bráðamóttöku vegna þessara beyglna.

„Vissu þið að yfir 120 manns fara á bráðamóttöku Landspítalans ár hvert vegna slysa við að skera í sundur þessar beyglur? Það eru fleiri slys heldur en eftir að opna avókadó. Er ekki kominn tími á breytingar?“

Eflaust er einstaklingurinn sem skrifar þetta að gera smá grín. Þó stoppaði það fólk ekki frá því að deila myndum og sögum af sér og beyglunum. Einn einstaklingur sagðist til að mynda hafa farið tvisvar á bráðamóttöku vegna beyglnanna og að læknarnir séu vanir þessu.

„Ég hef tvisvar sinnum þurft að fara á bráðamóttökuna út af þessum beyglum. Í seinna skiptið þá var það fyrsta sem læknirinn spurði þegar hún sá sárið „Var þetta frosin beygla?“ Það koma víst 3-5 í hverri viku sem samskonar sár.“

Þá eru margir sem segjast setja beyglurnar í annaðhvort ofn eða örbylgjuofn svo auðveldara sé að skera þær. Öðrum finnst að Myllan ætti að fara að selja þær sundurskornar.

DV hafði samband við Mylluna vegna málsins sem sendi í kjölfarið frá sér þessa yfirlýsingu:

Myllunni var bent á umræðu sem skapast hefur á Facebook hópnum Matartips um að fólk hafi verið að slasa sig á frosnum beyglum.

Starfsfólki Myllunnar þykir afar leitt að heyra að fólk hafi slasað sig á því að skera frosnar beyglur. Myllan vill því koma á framfæri að æskilegt er að afþýða beyglurnar áður en þær eru skornar og því er gott að taka þær út nokkrum mínútum áður en á að neyta þeirra.

Þá hefur þeirri spurningu verið kastað fram hvort ekki sé hægt að skera beyglurnar alveg í gegn. Ef beyglurnar væru skornar alveg í gegn þyrfti að handpakka þeim í umbúðirnar og yrði það afar kostnaðarsamt. Beyglunum er í dag vélpakkað vegna kostnaðarhagræðis og þar með  til að halda verðinu áfram lágu til neytenda en vélpökkun getur ekki tryggt að toppur og botn raðist alltaf saman ef helmingarnir væru lausir.

Við hvetjum fólk almennt að fara gætilega að því að skera frosnar vörur, hvort sem það eru beyglur eða önnur matvæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna