fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins rétt rúmlega helmingur Breta, eða 53%, segist örugglega ætla að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, ef og þegar bóluefni kemur á markað. Þetta eru niðurstöður könnunar sem vísindamenn við King‘s College London (KCL) og Ipsos Mori gerðu.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að einn af hverjum sex, eða 16%, segist alls ekki ætla að láta bólusetja sig eða að það sé mjög ólíklegt. Úrtakið í könnuninni var 2.237 manns á aldrinum 16 til 75 ára.

Einnig kemur fram í niðurstöðunum að fólk var líklegra til að hafna bólusetningu vegna skoðana þess og trúar á vísindi og yfirvöld en af ástæðum sem tengjast kórónuveirunni sjálfri.

Ungt fólk var tvisvar sinnum líklegar til að vilja ekki láta bólusetja sig en 22% fólks á aldrinum 16 til 34 ára sagðist ekki vilja bólusetningu. Hjá fólki á aldrinum 55 til 75 ára var hlutfallið 11%.

Fólk sem telur að notkun andlitsgríma sé slæm fyrir heilsuna og dragi ekki úr dreifingu veirunnar sagðist almennt ekki tilbúið til að láta bólusetja sig.

Af þeim sem sögðust ekki ætla að láta bólusetja sig sögðust 34% telja að yfirvöld séu að reyna að stjórna almenningi með því að láta fólk nota andlitsgrímur og 36% telja að „of mikið“ sé gert úr heimsfaraldrinum.

Þeir sem eru sáttir við að slakað sé á þeim aðgerðum, sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldursins, og finnst faraldurinn ekki stressandi voru einnig líklegir til að hafna bólusetningu. Meðal annarra hópa sem ekki vilja bólusetningu má nefna þá sem segja mikilvægt að fólk taki eigin ákvarðanir og „fari ekki eftir reglum“ og síðan skiptir máli hvaðan fólk fær upplýsingar um faraldurinn. Til dæmis sögðust 27% þeirra sem fá fréttir sínar í gegnum WhatsApp ólíklegt að þeir láti bólusetja sig.

„Ranghugmyndir um bóluefni eru meðal skaðlegustu skoðananna og þær hafa augljóslega áhrif á fyrirætlanir fólk í tengslum við heimsfaraldurinn.“

Hefur Sky eftir Bobby Duffy, prófessor við KCL.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti

Vann yfir hundrað milljónir á skafmiða – Tveimur mánuðum síðar fékk hann kjaftshöggið sem hann þurfti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn