fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 8. ágúst 2020 14:59

Hrafnista

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sterkur grunur er um COVID-19 smit hjá íbúa á dvalarheimilinu Hrafnistu í Laugarás í Reykjavík. Beðið er eftir niðurstöðu úr sýnatöku til að skýra málið frekar. Búið er að flytja umræddan einstaklinginn á Landspítalann vegna veikinda, það var þó gert áður en grunurinn kom upp. Fréttablaðið greinir frá þessu, en þar kemur fram að María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna staðfesti þetta.

„Við erum að fara með í gegnum starfsfólk og við erum að loka deildum og aðgreina deildirnar frá öðrum deildum heimilisins, bara til öryggis. Betra að gera of mikið en of lítið.“

Deildin sem íbúinn bjó á er komin í sóttkví frá öðrum deildum. Það sama á við um deildina sem er næst henni.

Alma D. Möller Landlæknir var spurð út í málið á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún sagðist ekki geta staðfest neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst