fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:05

Svona lítur veðurkort næstu daga út. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska veðurstofan, DMI, sendi í gær frá sér aðvörun vegna mikils hita sem skellur á Danmörku á hádegi í dag og verður viðvarandi næstu daga. Þetta eru mikil umskipti því danska sumarið hefur verið frekar dapurt fram að þessu, blautt, svalt og vindasamt.

„Ég ræddi við starfsfélaga minn, sem hefur starfað hér jafn lengi og ég, og man hann ekki eftir að við höfum sent svona aðvörun frá okkur áður. Þetta er ekki eitthvað sem við sjáum daglega.“

Sagði Mette Tilgaard Zhang, veðurfræðingur, í samtali við BT.

Í aðvörun DMI kemur fram að hitabylgjan skelli á um hádegisbil í dag og standi yfir fram á þriðjudag hið minnsta. Meðalhitinn getur á sumum svæðum náð meira en 28 gráðum. Á sumum svæðum er spáð allt að 30 stiga hita. Í heildina er reiknað með að meðalhitinn í landinu verði yfir 25 gráðum næstu daga. Samkvæmt skilgreiningu DMI er um hitabylgju að ræða þegar meðalhitinn mælist yfir 25 gráðum þrjá daga í röð.

„Það væri góð hugmynd að drekka nóg, halda sig í skugganum og setja á sig sólarvörn ef maður fer út í sólina. Síðan geta börnin kannski beðið foreldra sína um ís.“

Sagði Zhang einnig.

Mesta hitanum er spáð á vestanverðu Jótlandi, Suður-Jótlandi og vesturhluta Sjálands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar