fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Óttaslegnir flugmenn vissu ekki hvað var að gerast – Flugmaðurinn ældi út um gluggann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 05:45

Vél frá British Airways

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. september 2019 var Airbus A320 flugvél frá British Airways á leið frá Zürich í Sviss til Heathrow flugvallarins í Lundúnum. Um borð voru 139 farþegar. Skyndilega fann áhöfnin vonda lykt leggja um vélina, hún minnti helst á „táfýlu“ að sögn flugmannsins. En hún hvarf fljótt en flugmennirnir ákváðu samt að fara yfir gátlista fyrir gas, lykt og reyk.

Þetta kemur fram í ársskýrslu bresku flugslysanefndarinnar AAIB. Fram kemur að á síðasta ári hafi verið tilkynnt um 536 tilvik hjá British Airways þar sem gas, reykur eða lykt gerði flugáhöfnum lífið leitt. Í 398 tilvikum gerðist þetta um borð í Airbus A320.

En víkjum sögunni aftur að vélinni sem var á leið frá Zürich til Heathrow. Þegar hún var í aðflugi að vellinum og var í um 4.000 feta hæð gaus óþefurinn aftur upp. Flugstjórinn lýsti henni sem „áburðarlykt“ og lykt eins og af „akri sem er nýbúið að bera áburð á“ segir í skýrslu flugslysanefndarinnar. Flugmaðurinn lýsti þessu sem „sterki táfýlu“. Flugmennina fór að klæja í húðina í kringum augun og í hálsinn.

Þurftu að nota súrefnisgrímur

Flugstjórinn ákvað að rétt væri að hann og flugmaðurinn settu á sig súrefnisgrímur. Hann bað síðan flugumferðarstjóra um forgang í lendingu og stillti á sjálfvirka lendingu af öryggisástæðum. Hann bað einnig um fullan viðbúnað á flugvellinum vegna ástandsins um borð.

Þegar vélin hafði numið staðar á flugbrautinni bað flugstjórinn flugmanninn um að ljúka við ferlið í stjórnklefanum eins og gert er eftir lendingu. Flugstjórinn var sjálfur í sambandi við aðra í áhöfninni sem sögðu honum engin lykt hefði fundist í farþegarýminu og að farþegarnir hefðu ekki orðið varir við neitt.

Þegar flugmaðurinn tók súrefnisgrímuna af sér var óþefurinn enn mikill í flugstjórnarklefanum. Drepið var á hreyflum vélarinnar og gluggarnir í flugstjórnarklefanum opnaðir. Flugmanninum varð svo flökurt að hann varð að teygja höfuðið út um glugga og æla. Flugstjórinn bað um að bráðaliðar yrðu sendir um borð og flugmaðurinn hentist fram á salerni og hélt áfram að æla.

Bráðaliðar og slökkviliðsmenn, sem fóru um borð í vélina, fundu enga lykt í flugstjórnarklefanum frekar en flugliðar og farþegar.

Flugslysanefndin hóf ítarlega rannsókn á málinu og komst að því að fimm svipaðar uppákomur höfðu orðið í öðrum A320 vélum Britisth Airways. Flugslysanefndin segir að margar ólíkar ástæður kunni að liggja að baki atburða af þessu tagi en hefur ekki enn tekist að finna þær. Nefndin tekur sérstaklega fram að það sé öruggt að fljúga með Airbus A320 vélunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi