fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Hvetur Íslendinga til að sýna virðingu í verki á frídegi verslunarmanna

Auður Ösp
Mánudaginn 3. ágúst 2020 17:35

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikil breyting hefur orðið á verslunar- og skrifstofustörfum undanfarin ár og stöndum við frammi fyrir fleiri áskorunum vegna þeirra tæknibreytinga sem orðið hafa á störfum og starfsumhverfi okkar fólks. Við höfum einnig fengið í hendurnar enn stærri áskoranir sem vert er að nefna á þessum hátíðardegi sem sanna og undirstrika mikilvægi verslunarstarfa á tímum Covid faraldursins. Það þarf vart að teikna upp þær sviðsmyndir sem hefðu getað skapast í okkar samfélagi ef ekki hefði notið við framlínufólks í verslun og þjónustu,“ ritar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í pistli sem birtist á vef stéttarfélagsins nú í dag, á frídegi verslunarmanna. Hann hvetur Íslendinga til að sýna verslunarfólki virðingu og stuðning í verki á þessum degi.

„Það er enginn vafi í mínum huga að framlínufólk okkar verslunarmanna er lífæð samfélagsins Þess vegna ber okkur að hrósa og þakka því fólki sérstaklega sem hefur staðið vaktina og lagt sig í aukna smithættu fyrir okkur öll til að tryggja aðgang að nauðsynjavörum og þjónustu á tímum Covid veirunnar,“ ritar Ragnar Þór meðal annars um leið og hann hvetur fólk hafa þetta í huga þegar fyrirtæki auglýsa sértilboð á þessum mikilvæga frídegi verslunarfólks.

„Réttast væri að við sýnum virðingu okkar í verki og reynum að sinna okkar verslun og viðskiptum á öðrum dögum en þessum.“

Ragnar Þór minnir um leið á það að frídagur verslunarmanna er er stórhátíðardagur skv. kjarasamningum VR.

„Á stórhátíðum er ekki vinnuskylda, nema um slíkt hafi verið samið sérstaklega milli launamanns og atvinnurekanda. Fyrir vinnu á frídegi verslunarmanna ber að greiða með stórhátíðarálagi, auk fastra og reglubundinna launa. Starfsmenn sem hefðu haft vinnuskyldu á þessum mánudegi, eiga rétt á að fá greidda dagvinnu fyrir þennan dag og á það jafnt við um starfsmenn á föstum mánaðarlaunum og starfsmenn sem fá greitt skv. tímakaupi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Í gær

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Í gær

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Í gær

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“