fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Bókin sem margir kvíða – Mariah Carey gefur út sjálfsævisögu

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 1. ágúst 2020 22:00

Sólgleraugu innandyra: „Ég hef þá reglu að sjást aldrei í flúorlýsingu án sólgleraugna,“ segir Carey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngdívan Mariah Carey hefur skrifað endurminningar sínar og von er á þeim í september. Í bókinni, sem hlotið hefur titilinn The Meaning Of Mariah Carey, fer hún yfir æskuna og 30 ára feril sinn.

Bókin góða: Kemur í hillurnar í lok september.

Á meðan Mariah sjálf ku vera spennt fyrir komu bókarinnar herma fregnir að sumir kvíði henni, þar á meðal aðilar sem hafa átt í erjum við dívuna í gegnum tíðina. Á þeim lista eru meðal annarra Eminem, Madonna, Nicki Minaj og J. Lo. Þegar Mariah var eitt sinn spurð út í skoðun sína á Jennifer Lopez svaraði hún stutt og laggott; „Ég veit ekki hver það er.“

Gengur aldrei í flatbotna skóm: „Ég get ekki gengið í flatbotna skóm. Fæturnir á mér hafa andúð á þeim.“

Það er ekki að ástæðulausu að Mariah er kölluð díva. Hún er kröfuhörð og ansi hégómagjörn. Lítum á nokkur þekkt dæmi:

Það er stranglega bannað að tala við söngkonuna áður en hún stígur á stokk.

Ef skiptast þarf á upplýsingum er það gert skriflega eða með táknmáli svo hún hvíli röddina.

Að auki sefur hún með 20 rakavélar til að hlúa að raddböndunum.

Mariah strunsaði út úr innsetningarathöfn Obama því henni fannst fráleitt að hún sæti ekki á sama borði og forsetahjónin.

Árið 2005 átti söngkonan bókað á Baglioni hótelinu í London og þegar hún mætti á svæðið neitaði hún að fara út úr limmósínunni þar til lagður hafði verið rauður dregill með hvítum kertum.

Þetta köllum við almennilega dívutakta.

Morrocan og Monroe: Mariah hlustaði á sín eigin lög á meðan hún fæddi tvíburana.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Hólmar skrifar: Fjórða vaktin – Raunveruleiki foreldra langveikra og fatlaðra barna

Sigurður Hólmar skrifar: Fjórða vaktin – Raunveruleiki foreldra langveikra og fatlaðra barna
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

OK valið birgir í búnaði fyrir hljóð og mynd

OK valið birgir í búnaði fyrir hljóð og mynd
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.