fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Maria Sharapova tjáir sig um dökka fortíðina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 23:19

Maria Sharapova. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova stóð sig vel á tennisvellinum í gegnum tíðina. Hún er ein af fáum sem hefur unnið allar Grand Slam keppnirnar, yngsti sigurvegarinn á Wimbledon og aðeins 18 ára að aldri var hún í efsta sæti heimslistans.

En allt breyttist 2016 þegar hún féll á lyfjaprófi. Í nýrri heimildamynd frá spænska sjónvarpsfyrirtækinu Movistar tjáir Sharapova sig um þetta í fyrsta sinn.

„Ég vaknaði þennan morgun og fannst að ég ætti að undirbúa mig undir leik. Það var mjög erfitt að hugsa til þess að maður ætti að mæta heiminum og segja að maður hefði eyðilagt allt.“

Segir hún um daginn sem heimsbyggðin fékk að vita að hún hefði fallið á lyfjaprófi. RT skýrir frá þessu.

Sharapova segir að meldonium hafi greinst í líkama hennar en efnið hafði verið sett á bannlista skömmu áður. Hún segist ekki hafa vitað að efnið væri á bannlistanum og að hún hafi tekið það vegna magnesíumskorts, sykursýki í fjölskyldunni og óreglulegs hjartsláttar. Með öðrum orðum, af því að hún hafði þörf fyrir það.

Þessi frétt kom heimsbyggðinni á óvart og viðbrögðin voru sterk. Sharapova segist því hafa ákveðið að eyða öllum samfélagsmiðlaaðgöngum sínum eftir fréttamannafundinn til að hlífa sjálfri sér.

„Ég hélt aldrei að það myndi skipta mig máli hvað öðru fólki finnst um mig en eftir þetta áttaði ég mig á að það skipti mig miklu máli. Ég var mjög leið yfir þessu. Það var mjög óþægilegt að finnast maður skipta svona litlu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum