fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Talið að hákarl hafi orðið sundkonu að bana við strönd Nýja-Englands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að hákarl hafi orðið sundkonu að bana við strönd Maine í Nýja-Englandi í Bandaríkjunum í gær. Ef staðfest verður að hákarl hafi orðið konunni að bana er það aðeins í annað skipti sem staðfest er að hákarl hafi komið nálægt manneskju við strendur ríkisins.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá Maine Marine Patrol hafi vitni séð konu á sundi við strönd Bailey Island. Konan virtist meiðast og komu tveir kajakræðarar henni til aðstoðar og komu henni í land.

Þegar í land var komið fékk konan aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum en allt kom fyrir ekki og hún lést. Ekki hefur verið skýrt frá nafni konunnar og yfirvöld hafa ekki staðfest opinberlega að hákarl hafi orðið henni að bana.

Það er mjög sjaldgæft að hákarlar komi nærri fólki við strendur Maine og Nýja-Englands í heild. Eina staðfesta tilfellið til þessa var 2010 þegar kafarinn Scott MacNichol náði að hrekja hákarl, sem hafði synt nærri honum og kom sífellt nær, á brott með neðansjávarmyndavél sinni.

Vitað er um 460 árásir hákarla á fólk við strendur Bandaríkjanna frá 2010 til 2019. Sex létust í þessum árásum að sögn International Shark Attack File.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn