fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Tengja klámáhorf við risvandamál

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júlí 2020 05:40

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem vísindamenn frá Belgíu, Danmörku og Bretlandi, gerðu benda til að karlar sem horfa mikið á klám glími oftar við risvandamál en aðrir og séu síður ánægðir með kynlífið með makanum.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. 65 prósent aðspurðra karla, sem tóku þátt í rannsókninni, töldu kynlíf með makanum meira æsandi en klám.

Það verður þó að setja þann fyrirvara á rannsóknina að hún hefur ekki enn verið birt í vísindariti og því hafa aðrir vísindamenn ekki ritrýnt hana.

Rannsakendurnir útbjuggu spurningalista á netinu með 118 spurningum um sjálfsfróun, klámnotkun og kynlíf með makanum. Athygli var vakin á spurningalistanum á samfélagsmiðlum, á veggspjöldum og í bæklingum í Danmörku og Belgíu. 3.267 karlar svöruðu.

„Við komumst að því að karlar horfa töluvert á klám, að meðaltali 70 mínútur á viku, venjulega 5 til 15 mínútur á dag. Sumir horfa mjög lítið en aðrir miklu, miklu meira.“

Er haft eftir Gunter de Win hjá Antwerpen háskólanum.

23 prósent karla yngri en 35 ára sögðust glíma við risvandamál þegar kæmi að kynlífi með maka.

„Þetta eru fleiri en við áttum von á. Við komumst að því að það væru sterk tengsl á milli klámnotkunar og aukinna risvandamála í kynlífi með maka.“

Sagði de Win.

Önnur niðurstaða rannsóknarinnar var að 90 prósent karlanna spóluðu yfir hluta af kláminu til að komast í það efni sem þeim fannst mest æsandi. 20 prósent sögðust hafa upplifað að þeir þyrftu að horfa á sífellt grófara klám til að ná sömu örvun og áður.

De Win benti á að um spurningalista hefði verið að ræða, ekki hefðbundna klíníska rannsókn og að niðurstöðurnar kalli á frekari rannsóknir á áhrifum klámáhorfs á kynlíf karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því