fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Ólína Þorvarðardóttir: Sjálfsagt að fá eldri borgara til starfa á leikskólum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú hugmynd hefur verið viðruð undanfarið að fá eldri borgara til að létta undir á leikskólum landsins og bæta þar upp að einhverju leyti þá mannesklu sem er víða á leikskólum. Hugmyndin hefur hins vegar mælst misjafnlega fyrir. Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi skólameistari sér ekkert neikvætt við það að fá eldri borgara til liðs við leikskólana og hún undrar sig á hneykslunarröddum sem hugmyndin hefur vakið.

Þetta kemur fram í stuttum pistil Ólínu á Facebook sem er svohljóðandi:

Nú er brostið á með hneykslunaröldu yfir þeirri hugmynd að fá eldri borgara til þess að koma inn í leikskóla landsins og létta þar undir. Talað um að þetta sé móðgun við alla faghugsun í skólastarfi og látið eins og þetta sé dulbúin aðferð til að hafa ofan af fyrir gamla fólkinu. Mér finnst gleymast að eldri borgarar eru ekki hópur ónytjunga heldur þverskurður af samfélagi. Eldri borgarar hafa verið leikskólakennarar, skólastjórnendur, sérfræðingar, sálfræðingar, höfundar námsefnis os.frv. – því skyldi þetta fólk ekki geta gert gagn á leikskólum landins (hafi það reynslu á sviði skóla- og uppeldismála) þó að það sé komið út af vinnumarkaði?
Satt best að segja blöskrar mér stundum hvernig íslensk umræða vill snúast upp í fuss og svei .Við lifum í þöggunar og tyftunarumhverfi Íslendingar þar sem hugmyndir eru skotnar í kaf með skotfærum fordóma og þröngsýni áður en þær ná nokkru flugi og/eða við höfum haft ráðrúm til að vega þær og meta.
Fólk hættir hvorki að kunna né geta það sem það hefur alltaf kunnað og getað við 67 ára aldur. Hættum að jaðarsetja fólk á forsendum aldurs, kynferðis, uppruna, búsetu o.s. frv. Berum virðingu fyrir manneskjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“