fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Læknir segir að kórónuveiran geti valdið heilaskaða hjá börnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hefur aðallega verið talað um að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma þurfi að fara sérstaklega varlega og reyna að forðast að smitast af kórónuveirunni.

Nú bendir allt til þess að börn séu einnig í áhættuhópi. New York Times skýrir frá þessu.

Samkvæmt enskum læknum, sem hafa nýlega birt niðurstöður rannsókna sinna í tímaritinu JAMA Neurologi, virðast nokkur börn, sem höfðu veikst af COVID-19, hafa þróað með sér fylgikvilla sem veldur heilaskaða.

Vísindamennirnir kalla sjúkdóminn COVID-19 fjölkerfa bólgu heilkenni í börnum (COVID-19 pediatric multi-system inflammatory syndrome). Sjúkdómurinn líkist Kawasaki heilkenninu, en læknar hafa áður tengt það kórónuveirunni, vísindamennirnir vara við því að hinn nýi sjúkdómur sé enn alvarlegri.

Vísindamennirnir segja að fréttir af börnum sem sýna flókin bólgueinkenni og þurfa mikla umönnun, bendi til þess, að þrátt fyrir að venjulega veikist börn ekki alvarlega af COVID-19, geti þau verið í mikilli hættu á því að fá bólgusjúkdóm í kjölfarið.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á samhengi á milli COVID-19 og heilaskaða, sem lýsir sér með svima, höfuðverk, flogaköstum, breytingar á hjartanu eða áhrifum á tal eða jafnvægi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem læknar verða varir við þessa fylgikvilla hjá börnum.

Læknarnir fylgdust með 27 börnum, sem hafa öll smitast af kórónuveirunni og hafa eftir það fengið bólgusjúkdóminn.

Hjá fjórum barnanna greindu læknarnir greinilegan heilaskaða. Tvö barnanna voru þó útskrifuð af sjúkrahúsi eftir mánuð, hin tvö þurftu á hjólastól að halda – þrátt fyrir að vera á batavegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“