fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 07:01

Frá Spáni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hyggur á ferð til Spánar á næstunni þá er betra að hafa varan á sér ef leigja á íbúð af einkaaðilum eða fyrirtækjum þar í landi til að dvelja í í fríinu.  Spænska lögreglan hefur sent frá sér aðvörun til ferðamanna og hvetur þá til að hafa vara á ef þeir hyggjast leigja slíkar íbúðir.

Lögreglan afhjúpaði nýlega net svikahrappa sem hafði haft 250.000 evrur af ferðamönnum. Ferðamennirnir leigðu sér að því er virtist góðar íbúðir sem þeir fundu á netinu. Þeir greiddu leiguna fyrir fram en þegar á staðinn var komið kom í ljós að þeir gátu ekki búið í þeim því þær voru bara ekki til leigu. Lögreglan hefur komið upp um rúmlega 100 slík mál en telur að þau séu mun fleiri.

Rannsókn hófst þegar sífellt fleiri ferðamenn sneru sér til lögreglunnar um allt landið og tilkynntu um svik af þessu tagi. Tölvuglæpadeild lögreglunnar fór þá að rannsaka málið og ætlar að halda því áfram. Í síðustu viku voru fimm handteknir í Alicante vegna gruns um aðild að þessari umfangsmiklu svikastarfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma