fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Telja að líf sé að finna í hafi eins tungla Júpíters

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 16:00

Júpíter Nærmyndir frá Voyager 1.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna telur líklegt að líf sé að finna í hafi Evrópu sem er eitt tungla gasrisans Júpíters. Vísindamennirnir vonast til að rannsóknir þeirra komi að gagni við fyrirhugað Europa Clipper verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar á næstu árum en þá verður geimfar sent til Evrópu.

Samkvæmt frétt Sky þá byggist vinna vísindamannanna á tölvulíkunum af hafinu sem er undir ísilögðu yfirborði Evrópu. Evrópa er eitt stærsta tungl sólkerfisins.

Samkvæmt útreikningum vísindamanna við Jet Propulsion Laboratory, sem er í eigu NASA, bendir margt til að hafið hafi myndast við niðurbrot málma sem innihalda vatn. Rannsóknin, sem hefur ekki verið ritrýnd, var kynnt á Goldschmidt 2020 jarðefnaráðstefnunni nýlega.

Vísindamennirnir þróuðu tölvulíkön sín út frá gögnum frá sem var aflað í Galileo leiðangri NASA og með Hubble geimsjónaukanum. Fyrir fjórum árum uppgötvaði Hubble að vatn spýtist upp frá yfirborði Evrópu.

Dr. Mohit Melwani Daswani, sem stýrði rannsókninni, segir meðal annars um þetta:

„Við teljum að þetta haf geti hentað vel fyrir líf. Europa Clipper geimfar NASA verður sent af stað á næstu árum og verkefni okkar er að undirbúa geimferðina sem beinist að rannsóknum á lífsskilyrðum á Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið