fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Tók allt spariféð út úr banka af ótta við afleiðingar kórónuveirunnar – Týndi því síðan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 10:35

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta mánudagsmorgun hringdi 42 ára kona í lögregluna í Árósum í Danmörku og sagðist hafa týnt um 36.000 dönskum krónum, það svarar til rúmlega 700.000 íslenskra króna. Hún taldi ekki útilokað að peningunum hefði verið stolið úr tösku hennar á milli klukkan 15 og 23 á sunnudeginum.

Konan sagðist hafa tekið allt sparifé sitt út úr banka af ótta við að bankar myndu loka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Konan hringdi það snemma dags að lögreglan var ekki enn búin að senda frá sér tilkynningu til fjölmiðla um verkefni síðasta sólarhrings. Í þeirri tilkynningu kom fram að 59 ára kona hafði fundið gegnsæjan grænan poka í runna á gönguferð sinni í vesturhluta Árósa á sunnudeginum. Í pokanum voru rúmlega 35.000 krónur.

Þetta voru einmitt peningarnir sem hin konan hafði týnt. Upphæðin passaði nær alveg við það sem hún sagði og auk þess var augnskuggi í pokanum eins og konan hafði skýrt frá. Ekki er vitað hvernig peningarnir enduðu í runnanum en konan fékk peningana sína aftur að frádregnum fundarlaunum sem hin skilvísa kona á rétt á samkvæmt lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Í gær

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir