fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Vegagerð malbikar á ný kaflann þar sem tveir létust í sumarhálku

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 17:30

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegagerðin hefur tilkynnt að malbikað verður að nýju kaflann þar sem tvennt lést í mótorhjólaslysi í gær, eða „þar sem nýlögn stenst ekki staðla og útboðsskilmála varðandi viðnám,“ skv. tilkynningu Vegagerðarinnar. Kaflinn var mældur í gær og reyndist ekki standast kröfur Vegagerðarinnar um viðnám. Sama á við um kafla við Gullinbrú í Reykjavík sem verður fræstur og endurlagður. Jafnframt er unnið að því að greina hvar aðrir kaflar gætu leynst sem séu of hálir. Þeir kaflar verða þá skoðaðir og lagfærðir ef þörf reynist á, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Styr hefur staðið um Vegagerðina undanfarinn sólarhring eftir banaslysið í gær. Vegagerðin hafði fyrr þann sama dag gefið út viðvörun um bágt ástand vegarins um Kjalarnes, en nýlagt malbik þótti rennisleipt. Sú tilkynning var einhverra hluta vegna tekin út af Vegagerðinni eftir slysið. Fyrir slysið hafði Vegagerðinni jafnframt borist fjöldinn allur af tilkynningum um rennisleipan veg, en rignt hafði á nýlagt malbikið. Sagði Fréttablaðið af því að sjúkrabílar sem fyrstir komu á slysstað hafi ekki getað hemlað og runnið af veginum.

Vegagerðin benti í dag á að verktakar hafi ekki skilað verkinu í samræmi við útboðsskilmála. „Við lítum þetta náttúrulega gríðarlega alvarlegum augum. Þarna eru tveir verktakar að vinna fyrir okkur, annars vegar sá sem leggur klæðninguna og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Og það er okkar mat að verktakinn hafi ekki skilað sínu verki í samræmi við útboðsskilmála. Við munum fara ofan í alla enda og kanta þessa máls,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, við RÚV fyrr í dag.

Vegagerðin samdi við Loftorku um umrædda malbikun. Loftorka samdi svo áfram við Malbikunarstöðina Höfða um malbikunarefnið, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Formaður Sniglana, Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir, segir lengi hafa verið varað við hættulegum aðstæðum sem þessum og að samtökin séu í áfalli yfir atburðum gærdagsins. Sagði Þorgerður m.a. við DV fyrr í dag „Við trúum þessu ekki. Andrúmsloftið er ofboðslega þungt. Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu.“

„Vegfarendur eru hvattir til að aka varlega og hafa í huga að næstu daga er spáð miklum hita og skúrum og aðstæður geta því fljótt breyst til hins verra,“ Segir jafnframt í tilkynningu Vegagerðarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar