fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Íslenskar tónlistarkonur stíga fram: „Fannst ég svo niðurlægð að ég fór inn á klósett og kúgaðist“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 7. desember 2017 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, sem byggð var á yfirlýsingu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Með tilkynningunni fylgja 25 nafnlausar sögur þar sem konur greina frá kynbundinni mismunun, áreitni og beldi sem þær hafa orðið fyrir innan geirans.

Fyrr í dag var birt yfirlýsing frá konum í íslenskum tækni-, upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði þar sem þær mótmæl kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun á vinnustað.

„Kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun á sér stað í tónlistariðnaðinum, rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Þá gerir smæð bransans og takmarkaður fjöldi tækifæra aðstæður erfiðari,“ segir í tilkynningu KÍTÓN.

„Óþarfi er að taka fram að allir karlar gerast ekki sekir um áreitni eða mismunun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfsferli sínum og það er algerlega óásættanlegt. Við krefjumst þess að karlkyns samverkamenn okkar taki ábyrgð; að yfirvöld, fjölmiðlafólk, tónleikahaldarar, umboðsfyrirtæki og samtök innan tónlistariðnaðarins taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun.“

Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar.“

„Þú ert nú alltaf svo sæt!“

Ein af þeim konum sem leggja fram nafnlausa frásögn með yfirlýsingunni segir #meetoo hreyfinguna hafa haft gríðarleg áhrif og því hafi hún ákveðið að segja frá atviki sem hún varð fyrir.

Atvikið átti sér stað þegar ég var að taka framhaldspróf í söngnum. Ég fór inná skrifstofu skólastjórans sem var karlmaður kominn langt á sjötugs aldur til að spurja hvenær prófið yrði. Ég hafði heyrt að hann væri að áreita konur með káfi og ósmekklegum athugasemdum og því stóð mér alltaf stuggur af honum og í rauninnni var ég hálf hrædd við hann. Ég stend því við hurðina á skrifstofunni hans og hann spurði mig afhverju ég kæmi ekki alveg inn og ég svaraði að ég væri á hraðferð. Eftir samtalið stendur hann upp og gengur í áttina til mín á meðan hann talar við mig. Hann staðnæmist fyrir framan mig, grípur um brjóstin á mér og strýkur svo niður eftir bakinu á mér með annari hendinni og klípur mig í rassinn og segir: „Þú ert nú alltaf svo sæt!“ Það sem hann vissi ekki var að ég var þarna komin rétt um 4 mánuði á leið með mitt fyrsta barn. Ég varð svo hvumsa og fannst ég svo niðurlægð að ég fór inn á klósett og kúgaðist. Ég sagði ekki nokkrum manni frá þessu atviki og er að segja það í fyrsta sinn hér.“

Önnur lýsir tilraun til nauðgunar á tónleikaferð erlendis.

„Ég var eina konan í hópnum og það var þannig að ég for ásamt öðrum meðlim fyrr út, við vildum versla aðeins og gera ferð úr þessu. Við vorum fyrst til að bóka okkur inn á hótelið sem æxlaðist þannig að við lentum saman á herbergi. Ég hafði engar áhyggjur þar sem við vorum vinir og ég treysti honum.

Það var svo fyrstu nóttina á hótelinu þar sem hann kemur nakin upp að rúminu um miðja nótt og vildi “kúra”. Ég þurfti að halda sænginni niðri og ýta honum frá mér. Hann lét sér ekki segjast og endaði ég á að sparka honum frá mér.
Um morguninn fer ég þegjandi og hljóðalaust í sturtu. Læsi að mér og held mínu striki. Allt í einu sé ég að hann hafði pikkað upp lásinn á baðherbergishurðinni og horfir á mig. Hversu lengi hann stóð þarna veit ég ekki.

Ég tjáði öðrum hljómsveitarmeðlimum frá þessu og viðbrögð voru “Æji þú veist hvernig hann er þegar hann er fullur”. Einn gekk svo langt að segja “Hann sér þig bara sem eina af strákunum” og ég spurði hann hvort hann héldi að hann hefði gert þetta við hann hefðu þeir verið saman í herbergi.

Það var ekki fyrr en ég sagði elsta meðlim frá þessu, manni sem er jafn gamall pabba mínum þar sem hann heimtaði að skipta um herbergi við mig og hann tók ekki í mál að ég væri með þessum manni áfram í herbergi.

Ég hef unnið með þessum manni eftir þetta en alltaf liðið illa í návist hans. Ég er nýfarin að læra að skömmin er hans.“

Önnur saga snýr að konu sem upplifði það að útlit hennar hafði meira vægi innan bransans heldur en hæfileikar hennar á tónlistarsviðinu:

„Vann hörðum höndum við að fá plötusamning fyrir hljómsveit sem ég vann með hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims. Fékk fwd email frá forsprakka labelsins þar sem hann kynnti mig fyrir kollega sínum. Var rosa spennt, þar til ég skrollaði niður og sá samræður sem þeir höfðu átt um mig og óvart áframsent. Í stað þess að ræða bandið neitt sérstaklega gáfu þeir útliti mínu einkunn á skalanum 1-10 og áttu vægast sagt tæpar samræður. Ég lét eins og ég hefði ekki séð þetta til að eyðileggja ekki möguleika á díl, þeir svöruðu aldrei aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd