fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

„Væri ekki sniðugt að spyrja strákana áður en þú ruglar eitthvað í tölvunni minni“

Konur í í íslenskum tækni-, upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina um kynbunda mismunun og áreitni – Um 300 konur skrifa undir yfirlýsingu og krefjast úrbóta

Auður Ösp
Fimmtudaginn 7. desember 2017 12:10

„Væri ekki sniðugt að spyrja strákana áður en þú ruglar eitthvað í tölvunni minni“ er dæmi um athugasemd sem íslensk kona sem starfar í tækniiðnaðinum hefur fengið að heyra í gegnum tíðina. Þetta kemur fram í einni af fimmtíu og fjórum frásögnum þar sem greint er frá kynbundinni mismunun og áreitni á hendur konur í íslenskum tækni-, upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði. Um 300 konur í iðnaðinum hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þær mótmæla kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun á vinnustað.

Í yfirlýsingunni kemur fram að kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun á sér stað í hugbúnaðar­ og tæknigeiranum, rétt eins og annars staðar í samfélaginu.

„Óþarfi er að taka fram að ekki gerast allir karlar sekir um áreitni eða mismunun – hins vegar verða allt of margar konur fyrir því á starfsferli sínum og það er algerlega óásættanlegt. Kynbundin mismunun birtist með ýmsum hætti; allt frá niðurlægjandi athugasemdum um útlit eða getu samstarfskvenna og óviðeigandi brandara yfir í kynferðislega áreitni. Það er ólíðandi að ekki sé tekið á umkvörtunum ef sá sem áreitir er metinn “of verðmætur”. Þeir sem gera öðrum óbærilegt að sinna sínu starfi, eru ekki og geta aldrei verið, verðmætari en starfsandinn og fyrirtækið. Slíkt verðmætamat og vinnubrögð þarf að uppræta.“

Konurnar krefjast þess að allir samverkamenn þeirra taki ábyrgð á að uppræta vandamálið; að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hugbúnaðar­, vef­ og tækni­iðnaði taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni.

„Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur eða leiða ástandið hjá okkur.“

Niðurlægjandi og andstyggilegar athugasemdir

Yfirlýsingunni fylgja 54 sögur kvenna sem starfað hafa innan iðnaðarins.

Ein konan greinir frá kynferðislegri áreitni af hálfu tveggja samstarfsmanna. „Hjá einu fyrirtæki sem ég vann hjá snéri maður við á leið út um dyrnar og gékk á eftir mér „vildi bara tékka hver væri með þennan rass“. Ég sagðist vera búin að sitja á þessu allan tímann. Hvað er annað hægt að segja? Stjórnarmaður sama fyrirtækis rakst á mig úti í smók á árshátíðinni og bað mig um eld. Innan við 2 mínútum var hann búinn að bjóða mér með upp á hótel í tveggja manna partý. Á milli rétta á árshátíðinni. Ég náði að snúa mig út úr þessu, eitthvað með að taka djobbið mitt og að búa til pening alvarlega en fokk hvað mér leið illa á leiðinni til baka. Ef hann myndi nú nafnið mitt og þetta hefði afleiðingar.“

Önnur lýsir því hvernig karlkyns samstarfsmenn hennar áttu erfitt með horfast í augu við að kona væri þeim æðri á vinnustaðnum. „Svo áttu margir menn í erfiðleikum með að tala við kvenmann um svona tæknimál, hvað þá að ég væri yfirmaðurinn. Vann sem hópstjóri hjá netþjónustufyrirtæki í kring um árið 2000.“

Önnur tekur dæmi um þær athugasemdir sem hún fengið í gegnum tíðina sem kona í tækniðnaði.

„Viltu ekki bara vera sæt og spyrja strákana fyrir mig?“

„Vonbrigði að karlarnir láti stelpuna bara tala við mig. Eins og ég sé ekki mikilvægur“

„Ég skal borga fyrir vírushreinsun ef þú kemur með mér á deit“

„Raftæki fóru niður í gæðum þegar menn voru neyddir að láta konur vera með“

„Get ég fengið að tala við einhvern annan (alltaf beðið um karlmann)“

„Kannski þú sækir strákana til að skoða símann minn, þú getur aðstoðað mig ef ég lendi i vandræðum með stillingarnar á þvottavélinni“

„Viltu ekki sækja einhvern annan áður en ég byrja að útskýra svo ég þurfi ekki að útskýra allt aftur“

„Væri ekki sniðugt að spyrja strákana áður en þú ruglar eitthvað í tölvunni minni“

„Má ég tala frekar við strákinn sem ég ræddi við áðan?“ (Bað um yfirmann og ég kom en vildi aftur undirmanninn afþvi ég var ekki með útlitið sem honum hentaði)“

„Þú værir sætari ef þú brostir meira“ (eftir að rífast í mér að ég skilji ekki hvernig hugbunaðarvillur virki afþvi ég er of heimsk til þess.. hans orð)“

„Svona sæt stelpa a ekki að vera svona alvarleg“ (Var einnig búin að útskýra að ég væri heimsk stelpa)“

Önnur lýsir niðurlægjandi og andstyggilegum athugasemdum frá karlkyns vinnufélögum. „Þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð á vinnustað þar sem karlar voru í miklum meirihluta kláraðist eitt sinn mjólkin í kaffitíma. Mig minnir að þetta hafi verið á rauðum degi því ekki var hægt að skreppa út til að kaupa meiri mjólk. Einn karlanna kallaði þá hátt og snjallt yfir hópinn: „nú þetta er allt í lagi, við mjólkum bara Gunnu!“ ­ við mikinn fögnuð og hlátur viðstaddra. Ég var þá svo ung og ný í starfi að ég þorði ekkert að segja en fölnaði innra með mér. Þetta er því miður bara eitt dæmi af mörgum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega
Fréttir
Í gær

Dæmdur til meðferðar á geðdeild

Dæmdur til meðferðar á geðdeild
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic