fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Fyrsti þáttakandinn með Downs heilkenni slær í gegn í keppninni Ungfrú Ameríka

Auður Ösp
Laugardaginn 2. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 22 ára gamla Mikayla Holmgren er sannkallaður brautryðjandi en hún er fyrsta konan með Downs heilkenni sem hefur þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Ameríka. Mikayala tók þátt í undankeppninni í Minnesota fylki nú á dögunum og vakti þar mikinn fögnuð.

Mikayla kemur frá bænum Stillwater í Minnesota og hefur frá barnsaldri elskað dans og sviðsljósið. Hún stundar nám í háskóla, er sjálfboðaliði á barnaspítala og tekur einnig virkan þátt í starfi samtaka sem hjálpa fötluðum og þroskahömluðum einstaklingum að öðlast tæki og tól til að takast á við lífið. Hún hefur áður tekið þátt í sérstakri fegurðarsamkeppni í Minnesota fyrir konur með þroskahamlanir og var það langþráður draumur að taka þátt í keppninni um Ungfrú Ameríku.

„Ég er talskona einstaklinga með Downs heilkenni. Ég vil að heimurinn viti að Downs heilkennið er ekki það sem skilgreinir mig sem persónu,“ ritaði Mikayla á Gofundme söfnunarsíðu sem komið var á laggirnar í tengslum við þáttökuna hennar í keppninni.

Ljósmynd/Instagram.
Ljósmynd/Instagram.

Sandi Holmgren, móðir Mikaylu segir það hafa komið á óvart að fá jákvætt svar frá aðstandendum keppninnar. „Hún er brautryðjandi. Hún á eftir að tala máli einstaklinga sem vita ef til vill ekki sjálfir hvernig þeir eiga að bera sig að í lífinu.“

Þá segir faðir hennar, Craig Holmgren að inntökunefnd keppninnar eigi skilið lof fyrir að líta fram hjá hefðbundinni staðlímynd fyrir fegurðarsamkeppnir.

Ljósmynd/Globalnews
Ljósmynd/Globalnews

„Þau eiga hrós skilið fyrir að líta á hlutina í víðara samhengi, taka til greina það sem hún hefur fram að færa og ákveða að kýla á þetta.“

Á lokakvöldinu tók Mikayla við verðlaunum í flokknum „Miss Minnesota USA Spirit Award“ þar sem persónuleiki hennar og nærvera þykir lýsa vel þeirri ímynd sem Ungfrú Ameríka stendur fyrir en gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í salnum þegar nafn hennar var lesið upp.

Ljósmynd/Ibtimes.
Ljósmynd/Ibtimes.

„Þú færð fólk til að brosa í hvert sinn sem þú brosir, hlærð eða dansar. Þú fangar anda keppninnar með því að vera alltaf samkvæm sjálfri þér,“ kom meðal annars fram í umsögn dómnefndarinnar.

Aðstandendur keppninar um Ungfrú Minnesota hafa áður hlotið lof fyrir að samþykkja þáttakendur sem eru hluti af minnihlutahópi en á síðasta ári var Halima Aden fyrsta stúlkan sem tók þátt í keppninni íklædd hijab slæðu múslimakvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?