fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Minni rafrettunotkun hjá börnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Rannsóknum og greiningu hefur dregið mjög úr rafrettunotkun barna. Hjá börnum í tíunda bekk grunnskóla á landinu öllu nota nú 6% rafrettur daglega en fyrir tveimur árum var hlutfallið 10%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í Reykjavík hafi notkunin helmingast á einu ári, úr 12% niður í 6%.

„Það má segja að samfélagið hafi vaknað gagnvart þessu á síðasta ári. Fréttir fóru að berast af veikindum fólks og almennt séð fórum við að tala um skaðsemi rafretta.“

Hefur Fréttablaðið eftir Margréti Lilju Guðmundsdóttur sérfræðingi hjá Rannsóknum og greiningu.

Í september á síðasta árið skýrði Landlæknisembættið frá því að lungnaveikindi íslensks unglings tengdust rafrettunotkun. Í Bandaríkjunum voru sambærileg veikindi þá orðin um 500.

„Við sáum það í gögnunum okkar að unglingar upplifðu mildara viðhorf foreldra sinna gagnvart rafrettum en sígarettum eða áfengi. Að foreldrarnir hafi ekki talið þær jafn skaðlegar.“

Er haft eftir Margréti.

Á síðasta ári voru sett ný lög um rafrettur sem banna meðal annars auglýsingar eða myndmál sem gæti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna. Einnig er bannað að nota rafrettur í skólum, almenningsfarartækjum, íþróttahúsum og mörgum öðrum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“