fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Egill rýnir í mögulega stjórnarandstöðu: „Þarna geti hann einangrað Sigmund, fjandmann sinn“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarandstaðan verður ósamstæð verði ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að veruleika. Þetta er mat Egils Helgasonar sem fjallar um mögulega stjórnarandstöðu á Eyjunni. Egill segir:

„Þarna verður Samfylkingin og Píratar og Viðreisn– þessir flokkar geta átt mikið samneyti og engin stór vandamál þar. Það vill reyndar gleymast að Viðreisn er markaðshyggjusinnuð og trúir mjög á aðhald í ríkisrekstri.“

Síðan eru það Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Telur Egill að flokkar Sigmundar og Ingu Sæland geti átt ákveðna samleið. En á milli Sigmundar Davíðs og Samfylkingarinnar og Pírata er lítil vinátta.

„Reyndar hefur það virst svo á löngum tímabilum að Sigmundur hafi algjört ofnæmi fyrir Samfylkingunni – og það er svo sannarlega gagnkvæmt,“ segir Egill og bætir við að Píratar hafi útilokað stjórnarsamstarf með Miðflokknum en gætu þurft að sitja með Sigmundi í stjórnarandstöðu.

„Svo er tekið til þess að Magnús Þór Hafsteinsson, nánasti ráðgjafi Ingu Sæland, er orðinn framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Það er ekki langt síðan Magnús Þór þýddi og lét gefa út norska bók sem nefnist Þjóðarplágan Íslam. Hann beitti sér svo fyrir því að hún var gefin öllum þingmönnum á Alþingi, 63 talsins. Þeir sem enn sitja á þingi geta kannski rætt efnisatriði hennar við Magnús.“

Egill kveðst hafa heyrt að Sigurður Ingi sé í skýjunum með þessa stöðu.

„Þarna geti hann einangrað Sigmund, fjandmann sinn, í stjórnarandstöðu með fólki sem þolir hann ekki og hann þolir ekki á móti,“ segir Egill og bætir við að Sigurði þyki stjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks mun vænlegri en ef hann hefði farið í vinstri stjórn.

„Þá hefði Sigmundur getað átt ýmis tækifæri í stjórnarandstöðu með Sjálfstæðisflokknum – rétt eins og á árunum 2009 til 2013 þegar hann lék við hvern sinn fingur andstöðu við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og reyndist henni mjög skeinuhættur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“