Hið endurreista WOW air hefur birt tillkynningu á Facebook-síðu sinni þess efnis að félagið hafi hafið starfsemi í Martinsburg í Bandaríkjunum (Fréttablaðið greindi einnig frá).
Um er að ræða farmflutninga frá Martinsburg í Vestur-Virginia um allan heim, samkvæmt tilkynningunni. Ekki er minnst á farþegaflutninga í tilkynningunni, hvað þá farþegaflutninga til og frá Íslandi, eins og boðað var mánuðum saman eftir kynningarfund um endurreisn félagsins haustið 2019.
Endurreist WOW air er í eigu Michelle Roosevelt Edwards og nokkurra annarra fjárfesta. Hún boðaði framflutninga annars vegar og hins vegar farþegaflug til og frá Íslandi til áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu.