fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Svavar segir grimmustu árásirnar á Katrínu koma frá Samfylkingarmönnum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, segir Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, sýna kjark með því að hefja viðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir á Facebook-síðu sinni að Katrín verði fyrir einkar ósanngjörnum og grimmum árásum frá Samfylkingarmönnum.

 „Katrín sýnir kjark að hefja viðræður við B og D. Hún er greinilega mikilhæfur stjórnmálaleiðtogi, það hefur margan grunað en sést best þessa daga þegar vegið er að persónu hennar. Því tekur hún með jafnaðargeði. Henni og flokknum er beinlínis skylt að kanna samstarf við B og D eftir að fjórflokkaviðræður bar upp á sker af því að B treysti sér ekki til að halda þeim áfram. Og eftir að S neitaði að láta reyna á viðræður við D,“ segir Svavar.

 Hann segir að margir stuðningsmenn VG séu hugsi yfir stöðunni. „Árásirnar á Katrínu eru einkar ósanngjarnar en þær eru greinilega grimmastar frá einum og einum Samfylkingarmanni. Auðvitað eru margir stuðningsmenn og flokksmenn VG hugsi yfir stöðunni. Það er ekkert óeðlilegt við það en snjallt væri held ég að við spöruðum stóru orðin hvert um annað – og þá er ég að tala um S og V – þar til skýrist hvað kemur út úr samtölum flokkanna. Er það ekki? Er annars komin stjórn í Þýskalandi? Þar voru kosningar í september,“ segir Svavar.

Svavar segir allt tal um minnihlutastjórn markleysu. „Var ekki stjórnin sem enn situr hér mynduð fyrr á þessu ári eftir ellefu vikna stjórnarkreppu? Það er engin ástæða til að láta eins og himnarnir séu að hrynja yfir okkur. Er einhver annar kostur en B og D í boði? Tilboð um minnihlutastjórn er markleysa enn sem komið er,“ segir Svavar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“