fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Vinstri græn samþykkja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þetta sagði hún eftir fund flokksins í þinghúsinu rétt í þessu. Vísir greinir frá.

„Það var niðurstaða fundarins að meirihluti þingflokks VG styður formlegar viðræður við þessa tvo flokka,“ sagði Katrín við fjölmiðlamenn.

 

Að sögn Vísis voru tveir þingmenn flokksins andsnúnir niðurstöðunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi
Jónsson. Styðji þau ekki stjórn þessarra þriggja flokka, er meirihluti hennar samt 33 gegn 30.

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti fyrr í dag að hefja viðræður við VG og Framsókn.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli