fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Þessi sjálfsmynd sendi hann beint í fangelsi – Sérð þú af hverju?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 06:54

Sérð þú af hverju hann lenti í fangelsi? Mynd:Tarique Peters/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum ákvað New Yorkbúinn Tarique Peters, 23 ára, að fara gegn öllum ráðleggingum, sem gefnar höfðu verið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, og fara í frí til Hawaii. Yfirvöld þar krefjast þess að allir ferðamenn skrifi undir samning þar sem þeir lofa að vera í sóttkví í tvær vikur eftir komuna. Brot gegn þessu getur varðar sekt upp á sem nemur rúmlega 700.000 íslenskum krónum eða eitt ár í fangelsi.

Peters skrifaði undir samninginn en hafði greinilega ekki í hyggju að halda sig innandyra eftir að hann kom til O‘ahu þann 11. maí. Hann skráði sig inn á hótel og fór síðan að spóka sig í Waikiki, fór með strætó, stundaði sólböð, fór á brimbretti, tók sjálfsmyndir og birti á Instagram og það varð honum að falli.

Í fréttatilkynningu frá David Ige, ríkisstjóra, kemur fram að Peters sé nú á bak við lás og slá þar sem hann hafði brotið gegn reglum um sóttkví.

„Yfirvöldum var bent á færslur hans á samfélagsmiðlum eftir að fólk sá myndir frá honum þar sem hann var á ströndinni með brimbretti, í sólbaði og á göngu um Waikiki.“

Segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Peters hafi verið handtekinn snemma dags eftir að starfsfólk hótelsins hafði skýrt lögreglunni frá að hann hefði margoft yfirgefið hótelið.

Peters í fríinu. Mynd:Tarique Peters/Instagram

Peters fær harða útreið á samfélagsmiðlum vegna þessa og er meðal annars sagður „heimskingi ársins“ og „sjálfselskasti maður heims“.

Honum verður ekki sleppt úr varðahaldi fyrr en hann reiðir fram 4.000 dollara í tryggingafé en svo mikla peninga á hann ekki til og heldur ekki móðir hans, Marcia Peters, sem er allt annað en sátt við soninn.

„Ég sagði honum að hann mætti ekki fara. Ég bað hann um að fresta fríinu því hann veit hvað er að gerast í Bandaríkjunum og um allan heim.“

Sagði hún samtali við New York Post.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi