fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ebba: „Greinilega jafn mikill hálfviti og pabbi hans“ Börn söfnuðu sælgæti fyrir veika vinkonu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sá í gær hjá vinkonu minni að nokkrir bekkjarfélagar komu með hluta af sínu sælgæti sem og dót til að gleðja og gáfu dóttur hennar sem er að berjast við krabbamein og gat þess vegna ekki farið með í hús (en langaði mikið). Þau eru 8 ára.“

Þetta segir rithöfundurinn og sjónvarpskokkurinn fyrrverandi Ebba Guðný Guðmundsdóttir í stuttri hugvekju á Facebook. Mynd sem sonur Donald Trump deildi af dóttur sinni með sælgæti í fötu en gotteríinu hafði hún safnað á hrekkjavöku vakti gríðarlega athygli á Twitter. Þar hafði forsetasonurinn skrifað:

„Í kvöld ætla ég að taka helminginn af sælgætinu hennar Chole og gefa einhverjum krakka sem nennti ekki að safna sjálfur. Það er aldrei of seint að kenna henni gildi sósíalismans.“

Fór innleggið eins og eldur í sinu um samskiptamiðla. Dan nokkur Arel ákvað að svara og var með aðra nálgun fyrir Trump yngri:

„Taktu allt sælgætið af henni en gefðu henni einn mola. Éttu það svo allt sjálfur en eignaðu þér heiðurinn að hafa safnað því saman. Það er aldrei of seint að kenna henni hvernig kapítalisminn virkar.“

Bágborið líf

Ebba segir: „Hann er greinilega jafn mikill hálfviti og pabbi hans, Trump jr,“ Síðan rekur hún góðverk barnanna hér á landi sem söfnuðu sælgæti fyrir barnið sem berst við krabbamein. Ebba bætir við:

„Það er nefnilega aldrei of snemmt að kenna börnum að gefa með sér og hjálpa öðrum. En það getur hugsanlega á einhverjum tímapunkti verið of seint.“

Þá segir Ebba að lokum í hugvekju sinni:

„Líklega á maður að vorkenna fólki sem vill aldrei gefa með sér og hefur alltaf áhyggjur að ekki verði til nóg fyrir það sjálft, sama hversu mikið það á. Það hlýtur að vera andlega bágborið líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun