fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Katrín fær umboðið: Vill að jafnréttismál og loftslagsmál verði í öndvegi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Ég er hingað komin til að upplýsa að ég hef formlegt umboð til stjórnarmyndunar eftir að formenn flokkanna fjögurra sannmæltust um að hefja formlegar viðræður,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna eftir fund með forseta Íslands í dag. Þar óskaði Katrín eftir stjórnarmyndunarumboði. Á fundinum greindi Katrín forsetanum frá því að Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkurinn og Píratar hefðu hug á að reyna að mynda starfhæfa stjórn sem hefði minnsta mögulegan meirihluta.

Fastlega var búist við að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands myndi veita Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Flokkarnir fjórir sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili komust að þeirri niðurstöðu í dag að þeir vildu hefja formlegar viðræður.

Katrín sagði eftir fundinn að á næstu dögum ætti að koma í ljós hvort flokkunum fjórum takist að vinna saman. Sagði Katrín að hún vildi einbeita sér að jafnréttis og loftslagsmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar