fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Alvarlegur lyfjaskortur í Svíþjóð – Norðmenn koma til aðstoðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru er alvarlegur lyfjaskortur í Svíþjóð. Sænsk yfirvöld hafa því beðið nágranna sína í Noregi um aðstoð og hafa Norðmenn orðið við því og ætla að senda umbeðið lyf til Svíþjóðar.

Samkvæmt frétt Dagbladet setti Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, sig í samband við kollega sinn í Noregi, Bent Høie, í síðustu viku og spurði hvort Norðmenn gætu sent Svíum propofol, sem er svæfingalyf, en lyfið er notað við meðhöndlun COVID-19 sjúklinga.

„Ég ræddi við norska heilbrigðisráðherrann og skýrði honum frá stöðu mála í Svíþjóð. Við urðum sammála um að leysa málið eins vel og við gætum.“

Segir í tilkynningu frá Hallengren.

Propofol. Mynd:Wikimedia Commons

Høie sagði í samtali við Dagbladet að í kjölfar samtals hans við Hallengren hafi norska lyfjaeftirlitið heimilað að propofol yrði sent til Svíþjóðar og ætla Norðmenn að senda 2.600 skammta af lyfinu til granna sinna.

Samkvæmt norrænum samstarfssamningi um heilbrigðismál skuldbinda Norðurlöndin sig til að hjálpa hvert öðru ef þau geta.

Staðan varðandi COVID-19 er gjörólík í Noregi og Svíþjóð. Í Noregi hafa 228 látist af völdum sjúkdómsins og um 8.000 smit hafa verið staðfest. Í Svíþjóð hafa rúmlega 3.300 látist og rúmlega 27.000 smit hafa verið staðfest.

Svíum skortir propofol vegna hins mikla fjölda smitaðra en í Noregi er birgðastaðan góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru