fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Milljarðar manna gætu búið á of heitum svæðum eftir 50 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 21:30

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef loftslagsbreytingarnar halda áfram á óbreyttum hraða næstu 50 árin munu allt að þrír milljarðar manna búa á svæðum þar sem er of heitt fyrir fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem var birt í Proceedings of the National Academy of Sciences á mánudaginn, segja höfundar að ef losun gróðurhúsalofttegunda heldur óbreytt áfram muni milljarðar manna búa við heitari aðstæður en hafa gert lífinu kleift að blómstra hér á jörðinni síðustu 6.000 árin.

Fyrir hverja 1 gráðu sem meðalhitinn hækkar þarf um 1 milljarður manna að flytja sig um set til svalari svæða eða aðlagast auknum hita segir í rannsókninni. CNN skýrir frá.

Tim Kohler, einn af vísindamönnunum á bak við rannsóknina, segir að niðurstöðurnar sýni verstu útkomuna um hvað getur gerst ef við breytum engu.

Eins og staðan er núna stefnir í að meðalhitinn hækki um þrjár gráður fram að næstu aldamótum. Vísindamennirnir segja að líklega muni hiti á landi hækka hraðar en sjávarhiti og því sé líklegt að sá hiti sem fólk upplifir muni hækka um 7,5 gráður fram til 2070.

Meðal þeirra svæða sem munu verða fyrir mestum áhrifum eru löndin sunnan Sahara eyðimerkunnar, Suður-Ameríka, Indland, Suðaustur-Asía, Arabíuskagi og Ástralía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“