fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Jón Steinar: „Læðist að mér grunur að ég muni ekki njóta sannmælis“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýútkominni bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, „ Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“,  sakar Jón Steinar Hæstarétt um dómsmorð á  Baldri Guðlaugssyni, sem dæmdur var fyrir innherjasvik árið 2012. Benedikt Bogason Hæstaréttardómari hefur nú stefnt Jóni Steinari fyrir meiðyrði.

Jón Steinar vonar að hann fái sanngjarna málsmeðferð, en býst ekki endilega við því.

„Ég veit nú ekki hvaða meðferð þetta fær. En það læðist að mér grunur að ég muni ekki njóta sannmælis vegna hugarástands sumra gagnvart minni persónu, sem á rót að rekja til þess að ég hef tekið upp orðræðu um gjörðir réttarins. En ég vona að þeir sem dæmi í málinu sýni heilindi og dæmi eftir sinni bestu vitund,“ segir  Jón Steinar.

En telur Jón Steinar að Benedikt hafi átt einhverja kosta völ, þegar svo stór orð eru látin falla ?

„Það sem ég segi í bókinni,  réttmæti þess ræðst af efni málsins. Spurningin er sú hvort það sé einhver fótur fyrir því sem ég segi og í bókinni má finna ítarlegan rökstuðning fyrir þeirri niðurstöðu sem ég kemst að. En það þarf auðvitað að kynna sér efni málsins og það er það sem gert verður í þessu dómsmáli,“ segir Jón Steinar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu