Paul Pogba hefur það gott á meðan útgöngubann ríkir í Englandi en kappinn býr í höll sem flestir væru sáttir með.
Húsið sem er í úthverfi Manchester keypti Pogba árið 2017, hann borgaði rúmar 500 milljónir fyrir húsið.
,,Ég get æft heima hjá mér, ég eg er með litla rækt. Hlaupabreytt, hjól og svo get ég farið að leika mér með bolta,“ sagði Pogba.
Pogba er nefnilega með litla knattspyrnuhöll inni hjá sér þar sem hann getur gert tækniæfingar.
Pogba er með sundlaug og allt sem til þarf til þess að njóta lífsins heima hjá sér á meðan útgöngubann er í gangi.