fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Mögulegt bóluefni gegn COVID-19 gæti gagnast milljónum fyrir árslok

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 17:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska fyrirtækið BioNTech vinnur nú með bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tilraunir eru þegar hafnar á fólki og er vonast til að hægt verði að framleiða margar milljónir skammta af lyfinu fyrir árslok ef allt gengur að óskum.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Pfizer muni hefja tilraunir á fólki í Bandaríkjunum í næstu viku og að bóluefnið verði hugsanlega tilbúið til neyðarnotkunar í haust. BioNTech hefur þegar hafið tilraunir með bóluefnið, sem heitir BNT162, í Þýskalandi.

Tólf sjálfboðaliðar hafa fengið bóluefnið en þeir fyrstu fengu það þann 23. apríl. Til stendur að gefa um 200 sjálfboðaliðum á aldrinum 18 til 55 ára efnið í misstórum skömmtum til að finna bestu skammtastærðirnar fyrir framtíðarrannsóknir og tilraunir. Einnig verður rannsakað hversu öruggt bóluefnið er og hversu góða vernd það veitir.

Í ársfjórðungsuppgjöri Pfizere, sem var birt á þriðjudaginn, kemur fram að fyrirtækin telji hugsanlegt að hægt verði að framleiða milljónir skammta af bóluefninu fyrir árslok ef allt gengur vel og samþykki lyfjaeftirlita liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni