fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Trump vill kanna hvort sótthreinsiefni virki gegn COVID-19 ef þeim er sprautað í fólk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 06:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á daglegum fréttamannafundi um COVID-19 faraldurinn í gær sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að það væri athyglisvert að kanna hvort hægt sé að nota sótthreinsiefni gegn veirunni, það er að segja með því að sprauta efnum í fólk. Margir læknar vara sterklega við þessu.

Allt hófst þetta með því að embættismaður í heimavarnarráðuneytinu sagði að sótthreinsiefni á borð við klór gætu drepið veiruna á yfirborðsflötum.

„Ég sé að sótthreinsiefni drepa veiruna á einni mínútu.“

Sagði Trump á fréttamannafundinum í gær að sögn NBC News.

„Getum við gert það með því að sprauta þessu í fólk? Maður sér að veiran leggst á lungun og það gæti verið spennandi að rannsaka þetta.“

Vin Gupta, læknir, sagðist í samtali við NBC News ráðleggja öllum að halda sig fjarri tilraunum sem þessum því sótthreinsiefni, eins og klór, séu eitruð og hættuleg.

„Hugmyndin um að sprauta eða innbyrða hreinsiefnum í einhverju formi er óábyrg og hættuleg.“

Sagði hann og bætti við að það væri þekkt leið við sjálfsvíg að nota sótthreinsandi efni og að lítið magn geti orðið fólki að bana.

Fleiri læknar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum og varað við tillögu Trump. Fyrir nokkrum vikum talaði hann fyrir notkun malaríulyfsins hydroxyklorokin gegn veirunni en tölur frá bandarísku sjúkrahúsi sýna að fleiri létust, sem fengu lyfið, en þeir sem fengu hefðbundna meðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig