fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Efast um að hægt sé að byggja upp hjarðónæmi gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 07:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur oft verið nefnt að hugsanlega verði að byggja upp hjarðónæmi gegn COVID-19 veirunni á meðan beðið er eftir að bóluefni verði tilbúið. Til að ná hjarðónæmi þarf ákveðið hlutfall fólks að verða ónæmt fyrir veirunni en það ónæmi næst með því að smitast og jafna sig af smitinu. Þekktur veirufræðingur efast hins vegar um að hægt sé að mynda hjarðónæmi gegn veirunni því hún hegði sér líklega eins og aðrar kórónuveirur.

Astrid Iversen, prófessor í veiru- og ónæmisfræði, við Oxfordháskólann í Bretlandi sagði í samtali við Berlingske að hún efist um að hægt sé að mynda hjarðónæmi gegn COVID-19. Til að hjarðónæmi náist þurfa að minnsta kosti 60 prósent fólks að hafa myndað ónæmi. Það tekur um fimm ár að mati Iversen.

Hún sagði að miðað við niðurstöður rannsókna sem til eru um kórónuveirur þá muni COVID-19 líklega fylgja sama mynstri og veita sama ónæmi gegn smiti en það vari ekki lengi eða í eitt til tvö ár. Það valdi því að ónæmið verði horfið úr líkama fólks áður en hjarðónæmi næst.

„Hjarðónæmi mun hafa mikil veikdindi og dauða í för með sér og langlíklegast er að það sé ekki hægt að ná því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma