Alvarlegt vinnuslys átti sér stað í Mosfellsbæ síðdegis í dag. Voru lögregla og slökkvilið kölluð út vegna málsins. Samkvæmt frétt mbl.is af málinu er útlit fyrir að maðurinn sé alvarlega slasaður.
Maðurinn var fluttur á slysadeild en mun hann hafa fallið niður úr um sex metra hæð.