fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Vel viðrar fyrir hreinsun gatna og stíga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinna við hreinsun á götum og stígum er komin á fullan skrið í höfuðborginni. Byrjað var nokkru fyrir páska, en veður setti strik í reikninginn því götusópar geta ekki unnið þegar hitastig er við frostmark. Unnið var á skírdag og annan í páskum til að vinna upp daga sem féllu út. Núna viðrar vel til hreinsunar gatna og gangstíga.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir:

„Björn Ingvarsson stjórnandi hjá þjónustumiðstöð borgarlandsins segir að fjölförnustu leiðirnar verði hreinsaðar fyrst. Allir helstu göngu- og hjólastígar, sem og stofnbrautir og tengigötur. „Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og gangstéttar, sem eru sópaðar og þvegnar,“ segir Björn.“

Samkvæmt frétt borgarinnar þarf víða að taka upp mikinn sand af götum og stígum en í það er farið í síðari yfirferð og götuþvotti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík