Peter Crouch sér eftir því að hafa yfirgefið Liverpool árið 2008 eftir þrjú ár hjá félaginu.
Crouch greinir sjálfur frá þessu en hann var ekki fyrstur á blað hjá Rafa Benitez á þessum tíma.
,,Það er eitt sem fer aðeins í mig og það er að yfirgefa Liverpool árið 2008. Rafa Benitez vildi glaður leyfa mér að fara því ég var alltaf plan B,“ sagði Crouch.
,,Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Portsmouth var því Steven Gerrard og Fernando Torres mynduðu svo sterkt teymi.“
,,18 mánuðum seinna þá sá ég Andriy Voronin og David Ngog fá tækifæri. Þá óskaði ég þess að ég hefði verið um kyrrt.“