fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Geta leikmenn rift samningi ef laun þeirra eru lækkuð?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. apríl 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stijn Francis, umboðsmaður í fótboltanum segir að leikmenn sem séu látnir taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar, eigi að geta rift samningi sínum. Hann segir eðlilegt að leikmenn fái það val, ef félagið stendur ekki við gerða samninga.

Samningar knattspyrnumanna eru ólíkir á almennum markaði, samningur er iðulega til nokkura ára og ekki er hægt að rifta honum nema báðir aðilar séu á sama máli.

,,Fólk á venjulegum vinnumarkaði, getur yfirgefið vinnustað sinn gegn smá greiðslu eða eftir einhvern tíma. Vinnustaður getur líka rekið þig og þá færðu bara uppsagnarfrest,“ sagði Francis.

,,Ef félag kaupir leikmenn, þá er það að taka áhættu en leikmaðurinn getur ekkert farið fyrr en samningurinn er á enda.“

,,Leikmenn vita líka að þeir fá alltaf launin sína á meðan samningurinn er í gangi, félög sem lækka laun leikmanna eiga í hættu á að missa leikmenn.“

,,Félög sem lækka laun eiga að taka því að leikmaður geti þá rift samningi og farið frítt.“

Miklar deilur eru á Englandi en leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafna því að lækka laun sín. Hér á Íslandi hafa mörg félög lækkað laun leikmanna og spurning hvort þeir geti því rift samningi sínum, hafi þeir áhuga á slíku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum

Amorim með væna summu í kaup á leikmönnum í sumar – Getur stækkað þá köku með sölum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bróðir Garnacho hjólar í Amorim – Dagar hans hjá félaginu líklega taldir

Bróðir Garnacho hjólar í Amorim – Dagar hans hjá félaginu líklega taldir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vel heppnað þing þar sem Arnar og Þorsteinn sátu fyrir svörum

Vel heppnað þing þar sem Arnar og Þorsteinn sátu fyrir svörum
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“
433Sport
Í gær

Minnast Erlendar sem féll frá í mánuðinum – „Var glaðlyndur og glettinn“

Minnast Erlendar sem féll frá í mánuðinum – „Var glaðlyndur og glettinn“