fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Iðnaðarmenn Íslands hugsa hlýlega til hjúkrunarfræðinga – Uppboð til styrktar Landakoti

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingar um allt land hafa verið í fremstu víglínu í baráttunni gegn kórónuveirunni með tilheyrandi álagi. Ekki bætir úr skák að laun þeirra voru skert um síðustu mánaðarmót, þar sem ákveðið hafði verið að segja upp vaktaálagsgreiðslum þeirra, en hjúkrunarfræðingar hafa verið án kjarasamnings í eitt ár. Má segja að skerðingin hafi komið á versta tíma, en álagsgreiðslurnar voru um 40 þúsund krónur í mörgum tilfellum.

Hjúkrunarfræðingar njóta því mikillar samúðar í samfélaginu og hefur Hjálmar Friðriksson, stofnandi Facebooksíðunnar Iðnaðarmenn Íslands, sem telur um 7400 meðlimi, ákveðið að efna til uppboðs til styrktar hjúkrunarfræðingum á Landakoti, sem nú stendur yfir og lýkur á miðnætti annað kvöld:

„Á Landakoti er núna starfrækt Covid19 deild þar sem starfsfólk vinnur dag og nótt og hjúkrar okkar aldraða fólki sem sýkt er af veirunni. Á meðan við verðum heima um páskana að hlýða Víði þá mun starfsfólkið mæta í vinnu alla dagana, allan sólarhringinn og vinna við þessar erfiðu aðstæður. Við viljum því styðja við bakið á þeim eins og við mögulega getum og fer upphæðin sem safnast óskert í það, meðal annars í matarsendingar alla páskana svo þau fái þá orku sem þarf til að halda vinnunni áfram,“

segir Hjálmar.

Ýmis fyrirtæki munu leggja til vörur sem boðnar verða upp. Allt frá vinnuhönskum og skrúfutöskum, upp í borvélar og 50 þúsund króna gjafabréf.

Hjálmar bendir á að þeir sem þurfa ekki slíkar vörur, en vilja samt leggja málstaðnum lið, geti lagt inn á söfnunarreikning sem sjá má neðst í fréttinni.

 

0545-26-007604
Kt:440419-0460

(Setjið í skýringu Covid Landakot og ykkar nafn/fyrirtæki.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta