fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Ferðum járnbrautalesta hætt á Indlandi í fyrsta sinn í 167 ár – Lestirnar eru nú notaðar sem sjúkrahús

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 18:00

Lest frá Indian Railway. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. mars síðastliðinn tilkynnti indveska ríkisstjórnin um harðar aðgerðir til að reyna að stemma stigum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Stórum hluta opinberra stofnana og fyrirtækjum var lokað og íbúar landsins, sem eru 1,3 milljarðar, voru beðnir um að halda sig heima. Meðal þeirrar starfsemi sem stöðvaðist voru lestarferðir á vegum Indian Railways en þær liggja niðri til 14. apríl hið minnsta. Vöruflutningalestir aka þó enn.

CNN skýrir frá þessu. Lestarkerfi landsins er 67.000 kílómetrar og Indian Railways fer að jafnaði 20.000 ferðir á sólarhring. En nú liggja ferðir með farþega niðri og er það í fyrsta sinn í 167 ár sem það gerist. Indveska lestarkerfið er elsta lestarkerfið í Asíu. Verið er að breyta um 20.000 gömlum lestarvögnum í sjúkrastofur til að taka á móti COVID-19 sjúklingum.

Indverska lestarkerfið er það fjórða stærsta í heiminum og Indian Railways er stærsti vinnuveitandi landsins að sögn CNN. Fyrirtækið starfrækir meðal annars 125 sjúkrahús og hefur því reynslu og þekkingu til að setja upp færanlegar sjúkramóttökur í lestarvögnum.

Skortur er á hjúkrunarrýmum í landinu en fyrir COVID-19 faraldurinn voru þar aðeins 0,5 sjúkrarúm á hverja 1.000 íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði