fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Halldór Auðar segist hafa káfað en ekki nauðgað

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 21. september 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, greindi frá því á dögunum í stöðufærslu á Facebook að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann sagði að með því væri hann að sýna hvernig ábyrgð væri öxluð. Halldór greindi í stöðufærslunni ekki frá eðli brot síns.

Í viðtali við Stundina skýrir hann nánar frá atvikinu en segist ekki líta á það sem hann gerði sem nauðgun. Hann segist hafa undir áhrifum áfengis ruðst yfir mörk konu með „káfi og ósæmilegri snertingu“. Halldór segist vera nokkuð viss um að hann hafi valdið sársauka og að gjörðir hans hafi haft afleiðingar. „Um leið vil ég leggja áherslu á að það er aldrei gerandans að skilgreina eigin verknað og þau áhrif sem hann hefur. Það er þolandans að gera það,“ hefur Stundin eftir Halldóri.

Sjá einnig: Halldór Auðar segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli: „Ég hef valdið þjáningum sjálfur“

Halldór segir í viðtalinu að umræða síðustu vikna hafi orðið til þess að hann greindi frá þessu. „Ég hef velt ýmsu fyrir mér varðandi kynferðisbrot og mína eigin reynslu. Eins því hvað felst í því að axla ábyrgð og draga aðra til ábyrgðar. Nú er verið að reyna að draga forystu Sjálfstæðisflokksins til ábyrgðar fyrir að hafa haldið mjög illa á málum. Ég tel að þau þurfi að axla hana og að þeim sé ekki stætt fyrr en þau hafa gert það. Í kjölfarið velti ég því fyrir mér hvort mér væri stætt á því að koma með svo harða gagnrýni, hvað ég þyrfti sjálfur að horfast í augu við, viðurkenna og hætta að þagga,“ hefur Stundin eftir Halldóri.

Halldór Auðar tjáði sig upphaflega um reynslu sína af kynferðisofbeldi í viðtali sem birtist á Pressunni árið 2015. Í viðtalinu viðurkenndi Halldór að hann liti ekki á sig sem alsaklausan brotaþola í þessum efnum: ,,Vegna þess að eftir að ég komst á fullorðinsár þá hef ég sjálfur ekki alltaf virt mörk annara. Þá hef ég oftar en ekki verið undir áhrifum áfengis, “ sagði hann þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun