fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Forsetinn neitar að grípa til aðgerða vegna COVID-19 – Segir að vodka og gufuböð haldi veirunni fjarri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 07:45

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og íþróttaáhugamenn vita hefur keppni í öllum þeim atvinnumannadeildum í boltaíþróttum, sem við Íslendingar fylgjumst mest með, verið hætt um sinn vegna COVID-19 faraldursins. En í Hvíta-Rússlandi hefur keppni ekki verið stöðvuð. Þar hafa yfirvöld ekki aðhafst mikið til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Þess í stað hvetur forseti landsins landsmenn til að drekka vodka og stunda gufuböð til að koma í veg fyrir smit.

Allra mestu knattspyrnuáhugamenn heimsins hafa undanfarið beint sjónum sínum að Hvíta-Rússlandi til að geta fylgst með knattspyrnuleikjum. Í útsendingum frá þeim sést vel að engar takmarkanir eru á fjölda áhorfenda á völlunum og eru þeir fjölmargir og standa og sitja þétt saman. Sem sagt kjöraðstæður fyrir útbreiðslu COVID-19.

Það er þó rétt að taka fram að á sumum leikvöngum var líkamshiti áhorfenda mældur áður en þeir fengu að fara inn. Örfáir áhorfendur voru með andlitsgrímur á þéttskipuðum áhorfendapöllunum.

Knattspyrnusamband landsins segir að engar fyrirætlanir séu uppi um að fresta leikjum eða aflýsa tímabilinu. Alexander Lukashenko, forseti landsins, er áhugamaður um íþróttir og tók sjálfur þátt í ísknattleik á laugardaginn og sagði af því tilefni að „íþróttir væru besta vörnin gegn veirunni“.

„Það er betra að deyja standandi en liggjandi á hnjánum.“

Sagði hann einnig við fréttamann. Þegar hann var spurður hvort eitthvað gæti aftrað honum frá að spila ísknattleik sagði hann:

„Það er hugsanlegt, en af hverju? Ég skil ekki. Það eru engir vírusar hér. Sérð þú þá fljúga um? Ég sé þá heldur ekki. Þetta er ísskápur.“

Um 100 hafa greinst með COVID-19 í þessu 9,5 milljón manna landi.

Lukashenko hefur stýrt landinu síðan 1994. Hann hefur gert lítið úr þörfinni fyrir að fólk haldi sig fjarri öðru fólki til að forðast smit. Hann hefur ráðlagt landsmönnum að drekka 50 ml af vodka á dag til að halda veirunni frá. Þetta ráð gengur algjörlega gegn öllum ráðlegginum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.

Forsetinn hefur einnig haldið því fram að regluleg gufuböð, vinna á ökrum úti og að borða morgunmat á réttum tíma séu bestu aðferðinar til að halda sér heilbrigðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var talinn vera „gullegg“ leyniþjónustunnar – Nú hefur hæstiréttur gripið inn í með óvæntum hætti

Hann var talinn vera „gullegg“ leyniþjónustunnar – Nú hefur hæstiréttur gripið inn í með óvæntum hætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?