fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

BHM – „Viðskiptaráð í gömlum stellingum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. mars 2020 14:03

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn BHM mótmælir harðlega tillögum Viðskiptaráðs um að launakjör opinberra starfsmanna og starfshlutföll verði skert vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa af völdum COVID-19 faraldursins. Að mati BHM eru tillögurnar vanhugsaðar og myndu valda stórskaða kæmu þær til framkvæmda. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn BHM sem tekur undir með BSRB og fjölda annarra sem gagnrýnt hafa umsögn Viðskiptaráðs:

„Það veldur vonbrigðum að Viðskiptaráð skuli setja sig í gamlar stellingar gagnvart hinu opinbera við þessar aðstæður í samfélaginu.“

Þar segir einnig að mikið mæði nú á starfsfólki ríkis og sveitarfélaga:

„Einkum þeim sem sinna framlínustörfum í heilbrigðis- og menntakerfinu en einnig þeim sem sinna margvíslegri stjórnsýslu, stoðþjónustu og fleiri störfum.

Faraldurinn bætist ofan á það álag sem fyrir var í þessum geirum og öllum er kunnugt um. Það vekur furðu að Viðskiptaráð skuli við þessar aðstæður kjósa að fara fram með kröfur um enn meiri niðurskurð hjá hinu opinbera. Ljóst er að slíkar ráðstafanir gætu lamað lífsnauðsynlega þjónustu og myndu valda miklum samfélagslegum skaða.

Vegna ástandsins hafa verkefni dregist verulega saman hjá mörgum fyrirtækjum í einkageiranum eða jafnvel horfið alveg. Ríkisvaldið kemur til móts við fyrirtækin með því að greiða laun starfsmanna að stórum hluta, með frestun eða niðurfellingu opinberra gjalda, með ríkisábyrgðum á lánveitingum og fleiri ráðstöfunum. Hjá mörgum opinberum stofnunum hefur verkefnunum hins vegar fjölgað vegna kórónafaraldursins. Það skýtur skökku við og er ámælisvert að Viðskiptaráð skuli við þessar aðstæður krefjast launalækkana og skertra starfshlutfalla hjá opinberum starfsmönnum. Kröftum samtaka á borð við Viðskiptaráð væri betur varið í önnur verkefni en að beita sér fyrir niðurskurði opinberrar þjónustu á víðsjárverðum tímum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki