fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Verður sektaður um 90 þúsund krónur

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta ökumenn hafa undanfarna daga verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesum. Sá sem hraðast ók mældist á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Að sögn lögreglu bíður hans 90.000 króna fjársekt og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum ökumann vegna gruns um fíkniefnaakstur, en hann reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt amfetamín að því að talið er. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi.
Farþegi sem var með honum í bílnum var með talsvert magn af kannabisefnum og tvær e – töflur í farangri sínum. Hann var einnig færður á lögreglustöð.

Áður höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra ók út af þar sem hann var á leið um Reykjanesbraut og hinn hafði verið sviptur ökuréttindum tvisvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt