fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Prófaði að aflita endaþarmsopið – „Mér leið eins og ég væri hrein mey aftur og kærasti minn elskar það“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. mars 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum var nýjasta æðið að aflita endaþarmsopið. Stjörnur eins og Kourtney Kardashian, Charlotte Crosby og Sophie Kasaei hafa sagt opinberlega frá því að þær aflita endaþarmsop sitt.

Meðferðin gengur út á að aflita eða lýsa svæðið í kringum endaþarmsopið.

Samkvæmt The Sun hefur fjöldi kvenna sem sækjast eftir aflitun á þessum stað aukist um 23 prósent undanfarin ár því þær finna fyrir pressu að „líta út eins og klámstjörnur“ í svefnherberginu.

En er það vont? Og er það þess virði? The Sun fékk tveggja barna móðurina og fitness-þjálfarann Tracey Kiss til að svara þeim spurningum.

Tracey segist vera öruggari í svefnherberginu.

Tracey, 30 ára, segir að meðferðin hafi aukið sjálfstraust hennar í svefnherberginu.

„Til að vera alveg hreinskilin þá hafði ég lítið sem ekkert pælt í þessu svæði á líkama mínum. Kannski því maður talar ekki mikið um það og fólki finnst þetta allt frekar vandræðalegt,“ segir Tracey.

Tracey fer reglulega í vax og lætur fjarlægja öll skapahár. Hún hefur einnig farið í fegrunaraðgerð á píkunni (e. designer vagina surgery). Svo fyrir hana að aflita endaþarmsopið var ekki svo út í hött.

Eins og jarðaberjasjeik

„Það kom mér á óvart hversu einfalt og fljótlegt þetta var,“ segir hún. Meðferðin er framkvæmd með laser og lýsir upp húðina.

„Mér var frekar „heitt“ á rassinum eftir þetta, og fékk svo krem til að bera á hann. Ég mátti ekki stunda kynlíf í viku,“ segir Tracey.

„Ég gat ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta kom út, og er mjög ánægð með niðurstöðuna […] Ég myndi segja að liturinn hafi verið latte brúnn og sé núna á litinn eins og jarðaberjasjeik.“

Tracey og kærasti hennar stunduðu kynlíf þegar vikan var liðin.

„Mér leið eins og ég væri orðin hrein mey aftur. Ég er ævintýragjarnari og öruggari. Það þýðir ekki endilega að þú viljir stunda endaþarmsmök, eða sért með endaþarm á heilanum, þó svo þú aflitir endaþarmsopið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar svarar fyrir slaufunina á Begga – „Okkur fannst ekki stætt á þessu“

Gunnar svarar fyrir slaufunina á Begga – „Okkur fannst ekki stætt á þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þáttur Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá vegna ummæla hans um Charlie Kirk

Þáttur Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá vegna ummæla hans um Charlie Kirk

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.