fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Hann er 21 árs og hún er 74 ára – Kynntust í jarðarför sonar hennar – Gera lítið annað en að kyssast á netinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. mars 2020 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón hafa stofnað TikTok-síðu til að fagna ást sinni. Hann er 21 árs og hún er 74 ára og eina sem þau gera er að kyssast.

Almeda og Gary Hardvick giftust árið 2015, tveimur vikum eftir að þau fóru á fyrsta stefnumótið. Þau kynntust í jarðarför sonar Almedu og vissu strax að þau væru sálufélagar.

Gary var þá 17 ára og hafði nýlega hætt með kærustu sinni, sem var 77 ára. Almeda var 71 árs þegar þau kynntust. Í dag er hann 21 árs og hún 74 ára. Það er því 53 ára aldursmunur á parinu sem sumum finnst óþarflega mikill.

Þau gera mikið af því að kyssast á netinu.

Vinsæl á TikTok

TikTok er vinsæll samfélagsmiðill, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar. Notendur deila stuttum myndböndum, til dæmis af sér dansa eða gera eitthvað fyndið.

Almeda og Gary nota sína TikTok-síðu til að fagna ást sinni og gera lítið annað en að kyssast í myndböndunum.

Hjónin eru með yfir 15 þúsund fylgjendur á miðlinum og hafa fengið yfir 100 þúsund „likes“.

Tveimur vikum eftir fyrsta stefnumótið giftust þau og stunduðu kynlíf saman í fyrsta sinn.

„Það var yndislegt, fór fram úr mínum villtustu draumum,“ sagði Gary í viðtali við Fabulous Digital.

„Hún er draumakona mín og líkamlegi hluti sambands okkar gæti ekki verið betri.“

„Ég var ekki að leita að yngri karlmanni þegar ég kynntist Gary. En ég vissi það strax að hann væri sá rétti,“ segir Almeda.

Hjónin á brúðkaupsdaginn.

Hefur alltaf laðast að eldri konum

Almeda er fjögurra barna móðir og á nokkur barnabörn. Hún missti eiginmann sinn árið 2013 eftir 43 ára hjónaband.

Gary hefur laðast að eldri konum frá því að hann var barn. Hann segist hafa áttað sig fyrst á því þegar hann var átta ára og var hrifinn af kennara sínum.

Þegar hann kynntist Almedu var hann ekki hamingjusamur í sambandi sínu með 77 ára kærustu sinni. Hann fór í jarðarför með frænku sinni og þar hitti hann Almedu.

„Ég tók eftir þessum unga karlmanni sem brosti svo fallega í minningarathöfninni og ég hugsaði: „Vá þetta er sá eini rétti.“ Hann var hinum megin í kirkjunni en ég var alltaf að horfa á hann. Hann var ljósið í myrkrinu,“ segir Almeda.

„Síðan í lok athafnarinnar þá kom hann til mín og vottaði mér samúð. Við höfðum ekki mikinn tíma, en það var nóg.“

Ástfangin hjón.

Eftir jarðarförina gátu þau ekki hætt að hugsa um hvort annað og fóru á stefnumót.

„Ég spurði hvort ég væri ekki of gömul fyrir hann, ég var 71 árs og hann var bara 17 ára. Hann kreisti hönd mína, brosti og sagði: „Aldur er bara tala,““ segir Almeda um fyrsta stefnumót þeirra.

Tveimur vikum seinna fór Gary á skeljarnar og bað hennar. Almeda segir að þrátt fyrir að hafa verið gift Donald í rúmlega fjóra áratugi sé Gary sálufélagi hennar.

„Ég var gift í 43 ár en það var ekki mikið um kossa og knús, engin rómantík. Núverandi samband mitt er allt annað,“ segir hún.

„Við erum alltaf að hrósa hvort öðru og kyssast. Við erum að njóta hvors annars,“ segir Almeda og bætir við.

„Ég hef lært það að ef þú virkilega elskar einhvern, þá skiptir engu máli hvað öðrum finnst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.